Samstarf um menntamál til framtíðar og leiðtogafundur um rannsóknir

16.11.17 | Fréttir
Norræna ráðherranefndin um menntamál og rannsóknir (MR-U) hélt mánudaginn 6. nóvember 2017 annan fund sinn undir formennsku Norðmanna 2017. Að loknum umræðunum um samstarf um menntamál til framtíðar var efnt til leiðtogafundar um samstarf á sviði rannsókna á Norður löndum.

MR-U hóf á fundi sínum umræður um norræna samvinnu á sviði menntamála til framtíðar. Sú umræða var byggð á skýrslu sem unnin var á árinu 2017 af sérfræðingahópi. Hópinn skipuðu Aida Hadzialic, fyrrum framhaldsskóla- og þekkingarráðherra Svíþjóðar, Thomas Wilhelmsson, heiðursdoktor við Háskólann í Helsinki og Petter Skarheim, ráðuneytisstjóri í norska þekkingarráðuneytinu.

Sérfræðinganefndin kynnti á fundinum tillögur sínar sem voru í sex liðum. „Ráðherrafundir og samstarfsferli, eitt mennta- og atvinnusvæði á Norðurlöndum, sameiginlegur þekkingargrunnur, norrænn stafrænn vettvangur fyrir menntun og samstarf háskóla, nýsköpun og menntun fræðimanna ásamt norrænni sjálfsmynd og siðferði.”

Fundur MR-U hófst á því að tillögurnar voru ræddar. Einnig verður eftirfylgni á MR-U 01/18 að vera ákveðin undir formennsku Svía.

Í framhaldi af MR-U fundinum hafði norski formaðurinn boðið fulltrúum frá stofnunum sem fjármagna rannsóknir í þjóðlöndunum (NordHorcs) ásamt fulltrúum Færeyja, Grænlands og Álandseyja, samstarfsstofnun norrænna háskóla (NUS) og Norræna rannsóknarráðinu (NordForsk) til leiðtogafundar um framtíð norrænnar samvinnu á sviði rannsókna.  Í samræðum milli MR-U, NordHORCS og NUS var mikilvægi norræns samstarfs um rannsóknir undirstrikað og gildi þess að Norðurlöndin starfi í enn meira mæli saman meðal annars varðandi starfræna væðingu, rafræn vísindi, opin vísindi og opinn aðgang.

Umræðunum á leiðtogafundinum verður einnig fylgt eftir undir formennsku Svía 2018.