Söfnun og meðhöndlun spilliefna í litlum slippum á Norðurlöndum

Tietoja

Julkaisupäivämäärä
Kuvaus
Á litlum slippstöðvum, sem annast viðhald og viðgerðir á smábátum, eru notuð mengandi efni sem mynda hættulegan úrgang og geta losað mengandi efni út í umhverfið. Verkefnið kortlagði rekstrarhætti, umhverfisvitund, þekkingu og viðhorf í Norður-Noregi, á Álandseyjum og í Færeyjum. Enginn áberandi munur var á milli þessara svæða og því má ætla að niðurstöðurnar eigi einnig við um slíka starfsemi annars staðar á Norðurlöndum. Þar voru viðhafðir í senn góðir starfshættir og annað sem mætti betur fara en almennt virtust góðar forsendur til úrbóta. Menn létu almennt í ljós óskir um umhverfisvænni rekstrarhætti en minna er um að því sé fylgt eftir. Víða skorti þekkingu á lögum og reglugerðum og eiginleikum þeirra efna sem notuð eru. Starfshættir sem takmarka losun tíðkast nánast ekki og afar mismunandi er staðið að meðhöndlun úrgangs. Eigendur slippstöðva og stjórnvöld geta stuðlað að bættu ástandi í atvinnugreininni. Þörf er á auðskiljanlegum upplýsingum um lög og reglur. Þá er æskilegt að auka fræðslu og koma á samstarfi stærri þjónustuhafna, slippstöðva og lítilla slippa um raunhæfar úrlausnir. Einföld vottunarkerfi geta einnig orðið hvatning til að draga úr mengun. Mestu máli skiptir að litlu slippstöðvarnar komi sér upp söfnunarkerfi fyrir fastan úrgang, fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs og hreinsun frárennslis.
Julkaisunumero
2010:535