Víðara sjónarhorn á launamun kynjanna: Hvernig tökum við skref í átt að launajafnrétti?

30.10.24 | Viðburður
Hvernig færum við okkur frá hugmyndinni um sömu laun fyrir sömu vinnu til þess að hrinda í framkvæmd hugmyndinni um sömu laun fyrir jafnverðmæt störf, þ.e. launajafnrétti? Tilgangurinn með þessum viðburði er að stuðla að samræðum milli ólíkra norrænna hagsmunaaðila, byggðum á núverandi aðgerðum, reynslu og þekkingu.

Upplýsingar

Dagsetning
30.10.2024
Tími
19:00 - 20:30
Staðsetning

Nordic council’s session in Reykjavik
THE ALTHINGI OFFICE BUILDING SMIDJA
TOP FLOOR RESTAURANT TJARNARGATA 9, REYKJAVIK
Ísland

Gerð
Viðburður

Það hefur lengi verið forgangsmál á Norðurlöndum og í opinberu norrænu samstarfi að stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Nú er svo komið að norrænar konur eru meðal þeirra virkustu í heiminum á vinnumarkaði. Þrátt fyrir þetta er markmiðið um jöfn skilyrði á vinnumarkaði langt frá því að vera í höfn. Einn skýrasti mælikvarðinn er launamunur kynjanna, sem er viðvarandi þótt lengi hafi verið unnið að því að binda enda á hann. 

 

Víðara sjónarhorn getur hjálpað Norðurlöndum að binda enda á launamun kynjanna. Launajafnrétti, hugmyndin um sömu vinnu fyrir jafnverðmæt störf, er heildstæð nálgun á málefnið. Launajafnrétti nær ekki aðeins til tilvika þar sem karlar og konur vinna sömu eða svipuð störf, heldur einnig til aðstæðna þar sem þau vinna ólík störf sem krefjast sömu eða svipaðrar færni, ábyrgðar og fyrirhafnar. 

 

Á þessum viðburði verður byggt á niðurstöðum nýrrar norrænnar skýrslu um stöðu mála á Norðurlöndum og farið yfir löggjöf og stefnumótandi aðgerðir í löndunum.

 

 

Fundarstjóri: Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands

VIÐBURÐURINN ER Á VEGUM SAMSTARFSSTOFNUNAR NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDARINNAR, NORRÆNU UPPLÝSINGAVEITUNNAR UM KYNJAFRÆÐI, NIKK.

DAGSKRÁ

19.00 MÓTTAKA

Boðið verður upp á veitingar

19.30 FUNDARSETNING - Katrín Jakobsdóttir setur fundinn

19.35 SKILYRÐI FYRIR ÞVÍ AÐ BINDA ENDA Á LAUNAMUN KYNJANNA Á NORÐURLÖNDUM

Eberhard Stüber, lögmaður og höfundur nýju skýrslunnar Stefnt að launajafnrétti: löggjöf, skýrslugerð og framkvæmd á Norðurlöndum

19.50 PALLBORÐSUMRÆÐUR: HVERNIG STEFNUM VIÐ AÐ LAUNAJAFNRÉTTI?

Linn Andersen frá Samtökum norskra verkalýðsfélaga 

Maj-Britt Hjördís Briem frá Samtökum atvinnulífsins 

Eva Lindh frá norrænu velferðarnefndinni 

Johanna Lätti frá finnska félags- og heilbrigðisráðuneytinu 

Byrial Rastad Bjørst frá Teknisk Landsforbund í Danmörku

20.20 SPURNINGAR ÚR SAL

VINSAMLEGAST STAÐFESTIÐ ÞÁTTTÖKU FYRIR 23. OKTÓBER