Forseti Norðurlandaráðs fordæmir árásina í París

09.01.15 | Fréttir
Höskuldur Þórhallsson
Ljósmyndari
Audunn Nielsson/norden.org
Yfirlýsing Höskuldar Þórhallssonar, forseta Norðurlandaráðs, vegna árásarinnar gegn skopmyndablaðinu Charlie Hebdo í París.

– Ég fordæmi þessa hræðilegu árás í París sem er atlaga gegn tjáningarfrelsi og lýðræði í heiminum. Þessi gildi eru mikilvæg fyrir Norðurlönd og þau eru hornsteinn hinna opnu norrænu velferðarsamfélaga, segir Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs árið 2105. 

– Árásin í París minnir um leið á það við verðum að vinna gegn öfgum og fordómum í samfélögum okkar. Við þurfum að varast að fella gildisdóma yfir trúarbrögðum eða samfélagshópum og í staðinn halda áfram að berjast fyrir réttlæti og friði.

Norðurlandaráð er þing opinbers samstarfs Norðurlanda. Mannréttindi, lýðræði, jafnrétti og viðmið réttarríkisins hafa verið grundvallargildi Norðurlandaráðs frá stofnun þess árið 1952 og eru kjarni alþjóðastarfs þess.