Skráning fjölmiðla hafin á þemaþing Norðurlandaráðs á Akureyri

22.02.18 | Fréttir
Pressfotografer
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Hafið verður í brennidepli þegar Norðurlandaráð kemur saman á þemaþingi á Akureyri 9. og 10. apríl n.k. Þemaumræða verður á þinginu um málefni hafsins. Skráning fjölmiðla á þingið er hafin.

Aprílfundir Norðurlandaráðs hefjast mánudaginn 9. apríl í ráðstefnuhúsinu Hofi á Akureyri með fundum í flokkahópum, fagnefndum og forsætisnefnd ráðsins. Daginn eftir er þemaþing ráðsins og umræða um málefni hafsins.

Hafið og lífríki þess er forgangsmál Norðmanna en þeir gegna formennsku í Norðurlandaráði á þessu ári. Áður en þemaumræðan hefst mun Norræna ráðherranefndin greina frá því hvernig löndin standa sig gagnvart fjórtánda heimsmarkmiði SÞ um sjálfbæra þróun sem fjallar einmitt um hafið.

Umræðan fer fram kl. 13:35–15:00. Henni verður streymt á netinu á skandinavísku tungumálunum (tengill á streymið kemur síðar).

Þingið heldur áfram að umræðu lokinni og afgreiðir ýmis mál þar til því lýkur kl. 18:30. Umræðan og þemaþingið eru opin fjölmiðlum.

Skráning á þingið

Fréttamenn sem vilja fylgjast með þemaþinginu þurfa að skrá sig eigi síðar en föstudaginn 6. apríl kl. 15 með því að fylla út eftirfarandi eyðublaði:

  • Skráning á þemaþingið 2018.

Skráning krefst þess að blaðamannaskírteinið sé í gildi. Ákveðinn fjöldi fréttamanna getur sótt um ferðastyrk. Sjá tengilið neðar á síðunni.

Allar upplýsingar um þemaþingið eru uppfærðar jafnóðum: