28.-31. október í Reykjavík

Þing Norðurlandaráðs 2024 - Friður og öryggi á norðurslóðum

Þing Norðurlandaráðs 2024 verður haldið í Reykjavík í Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur. Yfirskriftin þingsins á ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“ 

Alþingi, Reykjavik

Ljósmyndari
Bragi Þór

Þingið er æðsta ákvörðunarvaldið innan norræns þingsamstarfs. Þetta er einstakur vettvangur fyrir svæðisbundið samstarf þar sem saman koma bæði þingfulltrúar Norðurlandaráðs og ráðherrar úr ríkisstjórnum norrænu landanna.

Yfirskrift þingsins í ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“. Þá er væntanleg endurskoðun Helsingforssamningsins á dagkrá. Ítarleg þingdagskrá verður birt tveimur vikum fyrir þingið.

Fréttir

17.10.24
Norðurlandaráð

Friður og öryggi á norðurslóðum meginþema á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík

11.09.24
Norðurlandaráð

Norðurlandaráð á ráðstefnu um varnarmál: Þörf er á auknu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála

nordisk pulje for biodiversitet
02.09.24
Norðurlandaráð
Norræna ráðherranefndin

Breið pólitísk sátt styður við þátttöku ungs fólks í baráttunni við loftslagsbreytingar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni

Dagskrá

Dagskrá

Þing Norðurlandaráðs 2024

Verðlaun Norðurlandaráðs

Verðlaun Norðurlandaráðs - verðlaunahafar kynntir hinn 22. október.

Hinn 22. október - viku fyrir þingið - getur þú fylgst með sjónvarpsútsendingu þar sem verðlaunahafar Norðurlandaráðs verða kynntir, bæði hér á norden.org og á RÚV. Verðlaunahafar taka á móti verðlaunagripnum við athöfn á þinginu. Athöfnin verður ekki opin fjölmiðlum.

Myndir frá þinginu

Myndir frá þinginu

Í myndasafninu okkar getur þú fundið myndir frá þinginu sem nota má og deila að vild.

#NRSession

Beinar útsendingar frá þinginu

Beinar útsendingar frá þinginu

Hér getur þú fylgst með beinu streymi frá þingfundinum og blaðamannafundum.